Ég á læðu sem er um 5 ára í mannárum. Við vorum að gefa henni þennan íslenska kattarmat. En hann var nýlega tekinn úr umferð þar sem það var talið að eitthvað væri að honum. Kötturinn minn hefur alltaf verið algjör fitubolla en bara áðan þegar ég tók hana upp þá fann ég að hún hefur grennst töluvert eftir að við skiptum um fæði því hún neitar að borða hann. Hún gubbar stundum matnum út aftur. Við erum búin að prufa 2 tegundir núna og hún vill hvorugt. Það tók hana svoldinn tíma að venjast þurrmatnum sem við gáfum henni, þennan íslenska. En ég er orðinn pínu áhyggjufullur núna.

Hvað er til ráða?