sæl, þannig er mál að vexti að það var keyrt á kisuna mína fyrir ca viku síðan (föstudaginn síðasta og í dag er fimmtudagur). Hún er kjálkabrotin og verður að vera á fljótandi næsta 1-2 mánuðina. hún getur drukkið vatn (hefur allavegana gert einhverjar tilraunir til þess) aðalvandamálið er að koma einhverjum almennilegum mat ofan í hana því við verðum að sprauta þessu upp í hana og hún er fáránlega þrjósk og við viljum ekki vera að pynta greyið, þessvegna tók ég upp á því að gefa henni smjör,(það eina sem hún sýnir einhvern áhuga á) henni finnst það algert nammi en þá fór ég að pæla hvort það væri allt í lagi? er það nokkuð of salt? ég veit að ég ætti að hringja í dýralækninn en klukkan er tuttugu mínútur í ellefu á fimmtudagskvöldi og ég er að pæla í þessu núna. svo líka, hefur einhver þarna úti lent í því sama og við? ég vil helst ekki láta koma upp slöngu ofan í vélindað á henni, hún er búin að þola nóg af spítalastandi í bili en eitthvað verður hún að borða! langar MJÖG MIKIÐ að halda í þessa elsku.
anyone? plííís? hvað gerðuð þið? :(
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.