Okei læðan mín er með einhverja sjúklega þörf til að meiða littlu chihuahua tíkina mína, bara alveg sama hvenær hún grípur alltaf tækifærið til að höggva á hana og greyis tíkin getur ekkert varið sig, hún hefur einu sinni klórað hana í augað og við viljum ekki taka sénsinn á því að hún klóri augað úr henni, hinar kisurnar hafa ekkert á móti henni en einhvern veginn getur kisan ekki látið hana í friði.. Er eitthvað annað í boði en að fjarlægja köttinn af heimilinu, því það er rosalega tæpt að geta alltaf haldið þeim í sitthvoru herberginu..

Ætti kannski að taka fram að læðan var að eignast kettlinga og er kannski aðeins meira árásasöm en venjulega.