Ég er búin að eiga köttinn minn í þrjá mánuði og hann hefur ælt upp hárboltum tvisvar með löngu millibili. Hinsvegar hefur hann núna ælt tveim upp til viðbótar á innan við sólarhring og þeir eru töluvert stærri.
Var að spá í hvað ég get gert til að koma í veg fyrir þetta. Á ég að kaupa sérstakt fóður, kempa honum oftar eða hvað?