Glíngló er grábröndótt lítil sæt 3 mánaða kisustelpa sem er í fóstri hjá mér.
Hún er smágerð og yndislegur karakter.
Hún er sérstök með það að koma þegar þú mjálmar á hana, ekki ef þú gerir “kiskis” eða neitt svolegðis, en mjálmi svarar hún undireins :) Hún er alger orkubolti auðvitað og elskar að stökkva á tærnar á þér.
Hún er ekki vön börnum en það eru hundar á hemilinu sem hún er að venjast en þeir eru aðeins of æstir fyrir hana svo það gæti tekið smá tíma, en hún er samt forvitin að fá að skoða þá, svo lengi sem þeir koma ekki of nálægt :)

Þegar hana langar að kúra þá þæfir hún að þér, hún er kanski nokkrum metrum í burtu, en þæfir alla leiðina :P á afskaplega erfitt með að vera kyrr þegar þú ert að klappa henni og sníst í hringi. Og ef þú skildir nú ekki nenna að klappa lengur þá sér hún alveg um að nudda sér bara utaní hendina á þér :P
Hún hefur rosalega gaman af því að reyna að ná fiskunum í fiskabúrinu hjá mér og verður alveg rangeigð við það :Þ Ætla að reyna að ná góðri mynd af henni í kvöld og skella inn :)

helst ekki senda mér hér, kíki sjaldan hérna inn.
Er í tuls169@hotamil.com

hér er auglýsingin á barnalandi og mun ég setja inn myndir þar vonandi í kvöld

http://barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=21208367&advtype=13&page=1&advertiseType=0