Veit einhver þarna úti hvað það þýðir ef að kötturinn er farinn að drulla, þ.e.a.s. þetta er orðið að mjúkri klessu en ekki eins og það á að vera.
Mig minnir að þetta hafi byrjað eftir að hann fór í pössun hjá ömmu minni og hún gaf honum fiskbita, í mun stærri skammti en hann er vanur að fá. (Yfirleitt fær hann bara títuprjónshaus-stóran bita því hann verður svo spenntur þegar hann finnur lyktina). En það var samt fyrir viku síðan.

Síðan er ég að pæla hvort þetta gæti verið stress eða viðbrigði, því að hann var með mér út á landi í allt sumar (fór samt örsjaldan út, var farin að venja hann á ól og taum þar) en er núna kominn í þéttbýlið þar sem ég er í framhaldsskóla.

Eða gæti þetta verið einhver sýking? Hef verið að reyna að renna yfir kattasíðurnar hérna á netinu, en ég tek ekki eftir því að það sé nokkuð annað að honum nema skitan, hann borðar heilmikið og drekkur, fer ekkert hræðilega úr hárum og virðist bara almennt haga sér eins og hann hefur alltaf gert.