Ég á skógarkött sem er fimm mánaða og það hefur ekkert verið vandamál með hann. Einn daginn komum ég heim og það var frekar vond lykt inni og við leituðum að eitthverju sem gæti mögulega lyktað svona illa og allt í einu sá ég köttinn sitjandi á rassinum og var að draga sig áfram með framloppunum, ég tók hann upp og leit á rassinn og þá var skítur fastur við hann og ég veit ekkert hvernig þetta gerðist svo ég tók þetta bara og skolaði hann, en hann hefur alltaf verið að gera þetta núna uppá síðkastið og ég veit ekkert hvað ég á að gera í þessu svo mig vantar ráð.
Svo er önnur spurning: þegar þetta gerist má ég þá sprauta á hann úr sturtuhausnum?

Bætt við 23. júlí 2010 - 17:08
og hvernig losnar maður við þetta?