Ég sá Snúð litla barnið mitt fyrir viku og knúsaði hann áður en ég fór í vinnu, ég átti ekki von á því að það væri í síðasta skiptið sem ég fengi að halda utan um hann.
Ég hef átt mörg dýr og elskað þau öll jafn mikið en sambandið okkar Snúðs var sérstakt, við tengdumst svo rosalega. Hann var ekki köttur, hann var litla barnið mitt. hann kom alltaf hlaupandi á móti mér og hoppaði uppí fangið á mér þegar ég kom heim og þar hékk hann og malaði, ég gat ekki einu sinni sett hann niður því hann hélt svo fast utan um mig.
Ef ég var búin að vera lengi að heiman leitaði hann að mér útum allt hús og var mjög dapur. Hann fór aldrei langt frá heimilinu, bara rétt aðeins útí garð til að gera þarfir sínar og dreif sig svo aftur inn til mín. Hann kunni ekki einu sinni að veiða.
Litli engillinn minn lifði ekki lengi, hann hefði orðið 2 ára í sumar.
Ég var búin að gera allt sem ég gat til að reyna að finna hann, því ég vissi að eitthvað hefði komið uppá því hann myndi aldrei fara frá mér í svona langan tíma.
Í dag fékk ég svo símhringingu frá dýralækni sem sagði mér að hann hafði fundist í fjöru dáinn og mjög illa farinn. Svo illa farinn að ég fæ ekki að sjá hann. Dýralæknarnir gátu ekki séð hvernig hann dó.
Lífið getur verið svo ósanngjarnt, en þetta er eitthvað sem maður verður að sætta sig við ef maður ætlar að eiga dýr. því miður :( Mér finnst verst við þetta að hann hafi þurft að finna til. Litli engillinn minn
Ég varð að skrifa þessa litlu minningargrein um hann til að hjálpa sjálfri mér í gegnum þessa sorg.
Elsku Snúðurinn minn, ég elska þig og þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Ég vildi óska þess að ég hefði getað hjálpað þér og fjandinn hirði þann sem meiddi þig ástin mín.
Þú ert minn og ég er þín
ég hlakka til að sjá þig aftur
mamma :*
*Lifi rokkið*