Kötturinn minn á það stundum til að þegar hún er að borða eða að klára að borða þá klórar hún í kringum matardallinn, eins og hún væri að grafa hann ef hann væri í sandi eða eitthvað, svo áðan var ég að borða súrmjólk og þegar ég var búin þá setti ég skálina fyrir framan hana (henni finnst þetta gott) en þá klóraði hún bara í kringum skálina og labbaði svo burt?

Hvaða hegðun er þetta?