Vegna breyttra heimilisaðstæðna þá vantar Bjössa að fá nýtt heimili! Bjössi er bröndóttur ógeldur fress sem fæddist út í sveit upp á hlöðulofti fyrir ca 1-2árum síðan. Læðan á bænum hafði læðst þar upp stigan og gotið honum þar. Svo hafði hún haldið áfram að fara þarna upp að gefa honum að borða svo enginn viss af honum. Það var ekki fyrr enn einn daginn þegar lítill pattaralegur kettlingur rúllaði niður stigann sem fólk uppgötvaði að hann hafði verið þarna upp allan tímann. Þess vegna fékk hann nafnið Bjössi Bolla og því erum við ekki viss nákvæmlega hve gamall hann er.
Hann er blíður og rólegur strákur sem er vanur að fá að vera úti að leika sér. Æðislega fallegur kisustrákur sem vantar nýja fjölskyldu til að elska sig!

Mynda af honum er hægt að sjá hér:
http://internet.is/bjabja/bjossi.jpg

Ef einhver hefur áhuga hafa samband sem fyrst svo hann endi ekki með að vera svæfður þetta grey :(
cilitra.com