Ókei, þannig er mál með vexti að kötturinn minn.. Tja, já.

Hann er frekar ofvirkur, hleypur útum allt, klifrar upp hurðakarmana og ræðst á lappirnar á manni. Hann djöflast í ÖLLU, ég henti blaði í ruslið og það hefur verið leikfangið hanns alveg.. Mjög lengi. En þetta er allt í lagi, þó þetta sé frekar pirrandi, en vandamálið er það að þetta gerist á næturna líka.
Hann er voðalega indæll á kvöldin, vill bara kúra og knúsa og helst sofa bara í hálsakotinu á manni, en ef eitthvað veldur því að hann vakni fær hann bara þetta ofvirkniskast, hleypur um allt, hendir niður hlutum, opnar skúffurnar og skellir þeimm, allt með þessum óþolandi látum sem halda manni vakandi.
Ég er alveg ónýt af svefnleysi, geyspa bara og geyspa og er bara að andlega þjást hérna í bókstaflegri merkingu. Þetta er heldur ekkert að laga það hvað ég á erfitt með að vakna á morgnana.

Hvað get ég gert til þess að hann hætti þessu?
“And Shepherds we shall be, for thee, my Lord, for thee.