Ég er með lítinn kisa sem er núna að verða 7 mánaða gamall.

Hann hefur verið að borða kettlinga þurrmat frá því hann var frekar lítill. Fyrst var hann reyndar á þurrmjólk og svo blautmat þangað til hann lærði að lepja (það var mikið vesen) og svo á þurrmat sem er ætlaður fyrsta árið.

Ég var að pæla hvort það er ekki í lagi að byrja að blanda fullorðinsmat útí. Ég er búin að vera að prófa að setja smá útí og hann virðist ekkert vera á móti þessu.

Hvenær er venjulegt að gefa kisum fullorðinsmat?