Núna er komið soldið síðan að ég sendi inn kork um þetta..
Ég og kærastinn minn fengum okkur ss kettling, en það var önnur læða á heimilinu fyrir og hún varð alveg brjáluð fyrst!

Núna er liðið meira en mánuður, og þessi eldri er farin að koma út úr herberginu og vera aðeins frammi, en í hvert skipti sem hún sér litlu urrar hún og kvæsir og verður brjáluð.

Er engin leið til að láta hana að minnsta kosti sætta sig við litlu? Þetta er búið að vera svona svo lengi..