Sælir hugarar. Ég er með smáspurningu fyrir ykkur.
Fyrir stuttu flutti til stelpa í íbúðinameð mér og hún kom með kisuna sína (gelda læðu) með sér. Fyrir var ég með gelda læðu. Kisurnar eru ekkert alltof sáttar við hvora aðra og sú innflutta ræðst stundum á mína, en þá pissar mín oftast af stressi, og mín urrar á þá aðfluttu hvenær sem hún kemur í augnsýn (jafnvel þótt sú aðflutta sé mjög greinilega ekki að fara að ráðast á hana eða koma nálægt henni).
Nú spyr ég, hvernig er best að fá þær til að hætta að slást og helst að sætta sig við hvora aðra?