Ég á tvær kisur sem ég þarf því miður að gefa frá mér :(

Það er annars vegar Leia, skírð í höfuðið á prinsessu Leiu úr Star Wars. Leia er æðisleg en sérstök kisa sem verður bráðum tveggja ára en lítur út fyrir að vera svona hálfs árs gömul. Hún er pínkulítil og nett og það fer ekki mikið fyrir henni. Hún kann að vera dálítið frek á köntum en hlýðir þó. Henni finnst æðislegt að vera eina kisan á heimilinu, og er mikið að hnoðast í öðrum kisum; ef hún er ekki sátt við aðra kisu þá er hún ekki hrædd við að stofna til slagsmála þrátt fyrir hvað hún er lítil. Ég hef átt hana síðan hún var ponsulítil og þykir rosalega leiðinlegt að láta hana frá mér. Leia er að mestu leyti svört en með hvíta “sokka”, svo er hún með hvítt trýni fyrir utan svart lítið Hitler skegg (“Kitler”) sem hún sportar.

Annars vegar er það Lúkas, skírður í höfuðið á George Lucas. Ef þið vitið ekki hver það er, þá fáið þið hann ekki (djók). Hann er bara nokkurra mánaða en strax orðin þyngri og stæltari en Leia og finnst eeeeeeeeeekkert betra í heiminum en að kúra, mala, og sleikja mann. Hann er rosalega góður og blíður, myndi mæla með honum frekar en Leiu inn á heimili þar sem annar köttur er til staðar. Hann Lúkas er með stór sæt augu og er alveg svartur að fráskildum fáeinum hvítum bringuhárum.

Ég skal reyna að redda myndum sem fyrst.