Þar sem við neyddumst til að flytja þá…

Kolka og Perla leita að nýju heimili.

Þær eru íslenskar heimilis-innikisur…

Perla er Hvít og brúnbröndótt og við völdum hana á sínum tíma úr hópi systkyna þar sem hún er með fæðingagalla og við vorum hrædd um að enginn mundi velja hana…

Skottið á henni er alltaf til hliðar en það hrjáir henni ekki neitt, hún leitar voðalega mikið í fangið á öllum og malar svolítið lágt en er æðislega hreinleg og kósý kisa.

Hún stendur kyrr á meðan maður ryksugar hana með ryksuguna lágt stillta.

Kolka er grá og hvít og mun stærri en fóstursystir sín. Hún er hel-mössuð og spes karakter þar sem hún vill vera hjá þeim sem vilja helst ekki hafa hana hjá sér.
Henni finnst gestir einnig einstaklega spennandi og eltir þá, læðist uppað þeim og þefar og þefar. Hún sefur alltaf ofaná manni og elskar að liggja ofaná sjónvarpinu og hafa skottið fyrir því sem þú ert að horfa á…

Hún er svo sterk að það er engin leið að halda henni og reyna ryksuga hana, því verður að bursta hana ;)

Það fylgir þeim allt sem þær þurfa, kassi, bæli o.þ.h.

Þær eru vanar börnum og yngri dóttir okkar var tæplega einsárs þegar við fengum þær.

Við erum ekki að reyna spara okkur peninga með að gefa þær og erum tilbúin að borga með þeim, ekki í peningum heldur lager af sandi og mat…

Okkur finnst við hreinlega hafa brugðist þeim og vonum að einhver vilji vera svo góður að taka þær að sér.

Bætt við 7. september 2009 - 22:10
Gleymdi aldrinum…

Þær eru báðar fæddar í lok nóvember 2007 = rétt rúmlega 1,5 ára og oft mikill galsi í þeim…