Hæ, ég er búsettur eins og er í þýskalandi og á kött heima á íslandi, og núna er ég að koma heim á næstu vikum.

Þegar ég fór frá íslandi (fyrir um 5 mánuðum) flutti sistir mín inná heimilið mitt til að passa uppá köttinn minn á meðan ég var í burtu, en hún þarf að flytja núna nokkrum dögum áður en ég kem heim til íslands.

Nú þegar ég veit að kisi verður einn heima í nokkra daga áður en ég kem heim, þá veit ég að faðir minn ætlar að kíkja við heim og gefa kisa og sýna honum smá athigli, en ég er búinn að vera að hugsa um nokkra hluti.

Ég er að spá, ætli kisi eigi eftir að muna eftir mér þar sem ég var í burtu í 5 mánuði?

Er betra að loka gluggunum svo að hann flýi vonandi ekki.
Ég veit til þess að hann varð mjög leiður þegar ég fór og núna er hann mjög vanur systur minni og hún er að fara og ég veit ekki hvort köttur getur tekið svona “höfnun”.
En ég vona að þegar ég kem heim að þá geti ég bætt upp fyrir það að hann hafi verið lokaður inni í nokkra daga og að hann muni eftir mér.

Ef þú veist um góð ráð, þá máttu endilega láta mig vita.