Hún ninja mín er læða að verða eins árs gömul, hún er ekki geld og hún er höfð inni(bara vegna þess að við búum á þannig stað að það er eiginlega ekki hægt að hleypa henni út).

En það eru nokkur vandamál með hana.

Þegar við fengum hana var hún kassavön og fór hún alltaf í kassann sinn nema í nokkur skipti þegar að hurðin var óvart lokuð.
Núna erum við búin að flytja og hún er orðin voðalega skrítin með þetta því hún pissar alveg rosalega mikið í föt sem eru liggjandi á gólfinu, og kúkar ekki alltaf í kassann sinn heldur oft í kringum hann og stundum meira segja á ganginum fyrir framan baðherbergið(kassinn er þar) samt er alltaf opið þar inn (nema þegar það er í notkun nátturulega) vitiði eitthvað hvað vandamálið gæti verið?
og hversu oft þarf að skipta um sand ?
ég skipti alveg frekar oft um sand hjá henni.

Svo er annað að hún slapp einu sinni út og týndist í nokkra daga en fannst svo að lokum aftur og hún er alveg svakalega æst í að komast út eftir það, og er mjög ofvirk og hleypur MJÖG mikið um allt og er eins og hún sé í árásarham :S

veit eiginlega ekki hvað ég á að gera því hún er búin að breytast alve svakalega mikið og ég eiginlega skil ekki almennilega hvers vegna og hvað ég get gert í því :(