Við vorum með eina ógelda læðu á heimilinu í nokkur ár. Svo kom inn hvolpur og eftir smá erfiðleika í byrjun aðlöguðust þau alveg og á tímabili léku þau sér og kúruðu saman.

Síðan eignaðist læðan kettling og í kjölfarið varð hún eitthvað skrítin, breimaði aftur og aftur og var svo á endanum geld. Hún varð stuttu eftir gotið slæm í geðinu og sérstaklega vond við hundinn. Hinsvegar var móðureðlið ekkert yfirgnæfandi, hún mjólkaði ekki svo hún gerði ráð fyrir að við gerðum allt fyrir kettlinginn. En ef einhver hávaði var nálægt kettlingnum þá réðst hún á næsta mann, sem er svosem eðlilegt nema það hvað hún var rosalega viðkvæm fyrir þessu

Eftir að hún var geld er hún ennþá svona vond við hundinn og stundum er bara allt vitlaust þegar hún kemst í vont skap, hundurinn þorir varla að ganga um húsið og kisa hvæsir og ræðst á hann um leið og hann kemur nálægt henni eða kettlingnum.

Hvað get ég gert annað en að loka annað hvort hundinn eða læðuna inni allan daginn? Er eitthvað hægt að gera í þessu? Það er ekki nema 1-2 vikur síðan hún var geld, er hún kannski ennþá að jafna sig?