Kötturinn minn er 6 ára gamall og var geltur 1 árs.
En í dag lenti hann er hörkuslagsmálum og það við læðu.
Við erum nýlega flutt í þetta hverfi, en hann ætti samt ekkert að vera að verja svæðið sitt, við læðu!

Maður var útí að reyna að kalla hann inn, því hann þekkir nafnið og kemur inn þegar kallað, en núna hunsaði hann það alveg. Líka þegar kallað var Namminamm, sem hann þekkir vel.

Síðan sirka klst. eftir það kom hann inn og skeit hreinlega inná baði í handklæði sem lá þar.
Hann er fullkomlega kassavanur og hefur aldrei gert þetta á sex ára ævi sinni fyrr en nú.

Þannig ég spyr: er þetta ekki heldur furðuleg hegðun fyrir þetta gamlan geldan kött?

Er hann hreinlega orðinn geðveikur eða var þetta bara svona once in a lifetime flipp?

Og síðan er annað áhyggjuefni: Það er að koma inn lítil læðan inná heimilið eftir sirka 2 vikur. Hann mun varla snappa á hana.
Eða mun hann flippa á annan veg vegna hennar. :S


Þigg öll vitsamleg ráð og hugmyndir.

Fyrir fram þökk.