Kisan okkar var að eignast einn lítinn kettling í gær. Hún er frekar gömul (hefur verið á pillunni þangað til fyrir svona ári) og síðast þegar hún varð kettlingafull fæddist hann andvana löngu fyrir tímann, svo það kom ekkert á óvart að það væri bara einn kettlingur.

Vandamálið er að hún virðist ekki mjólka og kettlingurinn léttist síðan í gær, svo við töluðum við dýralækni sem mælti með því að kaupa svona tilbúna mjólk handa honum. Ég ætla að fara í fyrramálið og kaupa handa honum, og fæ vonandi einhver ráð í búðinni um hvernig á að fara að þessu.

Mig langaði samt að spyrja líka hérna. Er einhver hér sem hefur reynslu af svona vandamálum? Einhver tips?

Bætt við 9. maí 2009 - 00:22
Ég var líka að pæla hvort þið vitið hvernig er með læðuna, haldið þið að hún geti mjólkað ef hann sýgur áfram? Þarf ekki bara meiri örvun til að hún mjólki?