Ég, kærastinn og vinapar okkar höfum verið að pæla í því að leigja saman. Ég ákvað fyrir löngu að ég myndi fá mér nýjan kettling um leið og það myndi gerast og allir sáttir með það, og svo eru þau núna að tala um að fá sér hvolp, sem er bara hið besta mál, en ég er að pæla..

Hefur einhver reynslu af því að eiga bæði kettling og hvolp á sama tíma?
Geta þeir vanist hvor öðrum eða er alltaf “stress” á milli þeirra?
Eru einhverjar ákveðnar tegundir (þá af bæði hundum og köttum) sem eiga auðveldara með að venjast en aðrar? Eða er þetta bara eins með allar tegundir?

=)