Ég er með eina 11 mánaða kisu sem byrjaði að breima um 7 mánaða aldurinn minnir mig og var eins og klukka, byrjaði að breima á laugardegi 4 vikum eftir síðasta breim.. En nú eru komnir örugglega 2 1/2 mánuðir síðan hún breimaði síðast.. Hún er bara algjörlega hætt að breima, er samt ekki ólétt..
Er eðlilegt að kisur hætti bara að breima? Það myndi ekki fara framhjá mér þar sem hún var í 3-4 daga alltaf breimandi og hélt fyrir manni vöku með látunum..