Við hjónin þurfum því miður að losa okkur við kettina, þar sem nýr fjölskyldumeðlimur er kominn og eru kattarhárin að fara illa í þá litlu :S

——————————————–

Nafn: Snati
Kyn: KVK
Aldur: 5,5 ára
Tegund: Blendingur
Litur: Þrílit læða
Úti/innikisa: Útikisa
Sjúkrasaga: Búið að taka hana úr sambandi og eyrnamerkja (tattoo) og það hefur farið með hana í sprautur og ormahreinsun reglulega (fer ekki næst fyrr en eftir 10 mánuði).
Annað: Hún hefur verið útiköttur frá 1 árs aldri og er því mjög vön að vera úti. Gerir sínar þarfir aðallega úti og finnst gaman að vera sem allra lengst úti, nema þegar rignir rosalega mikið :P Tilvalin læða fyrir þá sem vilja ekki þurfa að hafa mikið fyrir kisunni :)
Mynd: http://bdesign-web.com/barti/pix/album10/14.jpg

——————————————–

Nafn: Bettý
Kyn: KVK
Aldur: 1,5 ára
Tegund: Blendingur
Litur: Skjannahvít og með tvílit augu (annað brúnt og hitt blátt - er blind á því bláa).
Úti/innikisa: Inni- og útikisa
Sjúkrasaga: Búið að taka hana úr sambandi og eyrnamerkja (ígræddur örkubbur undir húð).
Annað: Hún hefur verið útiköttur í ekki nema mánuð eða svo. Henni lýst ekkert voðalega vel á það sem hún sér þarna úti og vill oft koma inn mjög fljótlega. Það er enn rosalega mikill leikur í henni, og mæli ég sterklega með því að leika sér með laser eða ljós við hana, hún dýrkar það :) Hún er mjög sérstök, tekur upp á mjög furðulegum hlutum. Hér heima sturtar hún klósettinu af og til fyrir mann og hleypur á eftir skopparabolta og kemur með hann stundum til baka eins og hundur - rosa sætt :) Þessi vill mikla athygli og mikinn leik.
Mynd: http://barnanet.is/myndir/9/8/mynd_wCaaeb.jpg

——————————————–


VIÐ ÓSKUM EFTIR GÓÐU HEIMILI


——————————————–