Ég var skoraður á hólm af hressri húsamús sem gerðist svo djörf að heilsa upp á mig uppí rúmi.

Að gefnu tilefni vil ég endilega fá að passa kött fyrir einhvern sem þarf að fara í einhverskonar frí. Sjálfur er ég alinn upp meðal ýmissra dýra í sveitinni og vel vanur að hugsa um slíkar skepnur.

Á matseðli kattarins verður boðið uppá Vatn, mjólk og jafnvel rjóma ásamt feldklæddum músum að hætti hússins.
Að auki verður boðið uppá kattamat úr dósum og kattarkex þegar veiðitímabilinu líkur.

Kötturinn fær svefnpláss við þær kjöraðstæður sem hann kýs að velja sér sjálfur, í gömlu fallegu húsnæði hjá hjartgóðri fjölskyldu.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Gunna í síma 690-8013.
idkfa+iddqd