Hæ, ég er að lenda í vandamáli með hann Móra minn.
Málið er þannig að kötturinn minn er að nálgast eins árs aldur og hann er nú frekar stór miðað við aldur og hann fær að fara út og inn eins og honum lystir vegna þess að það er opinn gluggi fyrir hann hérna heima, en núna þessa dagana hefur hann verið mikið að gjóa augum að glugganum og helldur sig frekar inni að kvöldi til og um nótt.
Síðan sé ég eitt kvöldið að hann fær æðis kasst út af hljóði fyrir utan gluggan og svoleiðis driftar yfir hálfa stofuna og undir sófa, ég kíkti út og þá var annar köttur þar, síðan sæki ég móra og fer með hann inn í herbegi og hann skríður bara undir rúmm, og helldur sig þar allt kvöldið.
Stuttu síðar sé ég köttinn fyrir utann gluggan vera kominn inn og byrjaður að éta úr matardalli hanns Móra, ég náttúrulega rek hann út og Móri gerir ekki skít, bara felur sig undir rúmmi og horfir uppá þetta gerast! :o
Ég svosem kann einga leið til að fá þennan kött í burtu nema loka glugganum, en þá kemst Móri ekki út að villd, annað sem mér datt í hug er að reina að herða hann upp einhvernveginn, sem ég kann ekki, svo hann geti nú varið heimilið, tja eða ganga frá hinum kettinum fyrir hann :D sem ég geri ekki, og ég mun nú ekki meiða minn kött heldur til að herða hann.
Ég er algjörlega hugmynda snauður um það hvað skal gera í sambandi við Móra, því að það er mjög leiðinlegt að horfa upp á það að hann sé hræddur á sínu eigin heimili, í raun ætti hann að verja það, sitt svæði, en ekki láta vaða svona yfir sig!
Ef þú kannast við þetta vandamál og leistir úr þessu, láttu mig endilega vita hvað þú gerðir, mig langar nefninlega að sjá kettinum mínum líða vel hérna heima og standa með sér, því að ég stend með honum. :P