Halló.

Vegna búsetu erlendis fæst fimm ára gamall grábröndóttur og hvítur kisu strákur gefins. Hann heitir Bonzó og er einstaklega ljúfur og mannelskur köttur, kassavanur og er nokkuð einfaldur í umgengni.

Hann er örmerktur, eyrnamerktur, geldur og hefur fengið allar þær sprautur sem að hann hefur átt að fá. Hann á yfirbyggðan kattasand, kattalúgu með segli (svo að aðrir kettir komast ekki inn), ól með bjöllu og segli(svo að hann komist inn um kattarlúguna), matardalla og eitthvað af mat og leikföngum.

Það er einstaklega leiðinlegt að þurfa að láta hann fara, en þar sem að búseta mín erlendis er alltaf að framlengjast og foreldrar mínir hafa hreinlega engan tíma til að sjá um hann Bonzó þá virðist eina lausnin vera að gefa hann á gott og öruggt heimili.

Hérna er mynd af honum sem að tekin var um 2005. Hann hefur nú reyndar bætt á sig nokkrum kílóum síðan þá:)
http://nothing.is/fridrik/bonzo.jpg


Upplýsingar fást aðeins í gegnum email:
peacedust hjá gmail púnktur com
Rass