Ok þannig er málið að ég á tvo ketti, ein sem er rétt rúmlega eins árs og hin er sex ára. Þær hafa alltaf verið góðar vinkonur þangað til fyrir nokkrum mánuðum þá fór eldri kisan (sem var btw útikisa fyrir nokkrum árum, var svo innikisa í 2 ár) að vera svo svakalega grumpy. Hún hvæsir á okkur og sérstaklega hina kisuna þannig við ákváðum að hleypa henni út og þá lagaðist hún heilmikið…þangað til fyrir nokkrum vikum þá byrjaði hún aftur að vera svona grumpy og hún vill helst bara geta farið inn og út eins og hún vill en við viljum ekki að hún sé úti á næturnar.
Eldri kisan hefur líka alltaf frá því hún var kettlingur pissað frekar mikið inni og þá helst í einn sófa sem við erum með eða töskur og þess háttar hluti…en núna þá eigum við von á barni og ég er ekki spennt fyrir því að hafa kattahland út um allt hús en samt vil ég ekki þurfa að losa mig við hana…Hvað get ég gert? Ég hef spurt dýralækni og hann gat ekkert sagt okkur..eruði með einhver ráð?