Ég var að spá í hvort að einhverjir kattareigendur hérna eigi ráð við smá vandræðum?.

Ég á kött sem er mjög dýr í rekstri. Þá er ég ekki að tala bara um stólana og sófana sem hún hefur eyðilagt.
Hún nagar allar snúrur sem hún kemst í, hún notar ekki staurinn sinn til að klóra í eins og henni finnst gaman að eyðileggja hluti.
Hún leikur sér ekki með dótið sitt heldur lego litla bróðir míns.
Svo var ég að púsla spil með 1000 púslum og hún stekkur á það allt eyðilegst og týnist. Svo reynir hún að éta þau..en hún er með nóg af mat.
Hún er nokkru sinnum búin að pissa á rúmteppi mömmu og næstum því á mitt.
Svo nagar hún allar bækur sem hún kemst í líka.
Þetta var allt bara æ, hún er bara óviti. En núna er þetta orðið frekar leiðinlegt.
Ég veit ekki hvað ég á að gera.
Það kemur ekki til mála að ég lói henni!.
Hún er algjört yndi þegar að hún kemur og kúrir hjá manni.
Þetta getur ekki verið athyglisbrestur því hún fær alla athygli á heimilinu!.
Hún kemur alltaf til dyra þegar einhver kemur, hvort sem það er gestur eða einhver að koma heim úr skóla eða vinnu. Og leyfir manni að klappa sér og halda á sér.
En oftast er hún algjör villiköttur sem ræðst á hendina til að leika og ég veit bara ekki hvað.
Hún er alveg yndisleg fyrir utan þetta og hefur skapað mikla hamingju þrátt fyrir alla peningana sem hafa farið í nýjar bækur og nýjar snúrur.

Er einhver af kisunum ykkar sem gerir þetta og hafið þið einhver ráð?.
Mig langar nefnilega ekki að vera vond við hana en ef það er það sem þarf þá verð ég bara að gera það:(.
;)