Svo er mál með vexti að amma mín býr í árbænum og á tvo ketti. Þeir eru báðir eyrnamerktir og með ól með skýrilegu merki á.
Nema hvað að í fyrrinótt þá er annar kötturinn eitthvað á vappi í næsta botnlanga um nóttina þegar ríkið tekur köttinn og amma mín þarf að fara næsta dag og borga 5000kr til að fá köttinn tilbaka.
Ég skil svosem þessa herferð þeirra gegn ómerktum köttum….en að taka vel merktan kött rétt hjá heimili sínu og svo heimta rukkun?!?!
Er VEL reið yfir þessu atviki og því spyr ég…

Mega þeir þetta?
cilitra.com