<img src="http://www.rivercatsmainecoons.com/db2/00156/rivercatsmainecoons.com/_uimages/Euphratesnoinitials.jpg">

Eins árs högni, ekki þessi tegund og fyrir ofan en samt alveg eins á litinn, hálfur skógarköttur, týndist í seljahverfinu í breiðholti í gær. Hann er inniköttur, við erum nýflutt úr blokk í raðhús í seljahverfinu og hann er búinn að vilja fara mikið út og hefur fengið að fara aðeins út á stétt bara og svona stutt þegar fylgst er með honum. En í gær komst hann sjálfur út og hefur ekkert komið aftur, hann er svo mikill kjáni og ég er alveg dauðhrædd um að hann rati ekki heim :( Hann fór út um daginn og kom inn til þess að pissa og fór svo út aftur! Snyrtipinninn :( Þannig ég veit ekki hvort hann hafi ætlað sér að vera svona lengi.. Allavegna hann er með rauða ól og rautt merki með nafni, heimilsfangi og símanúmeri. Ef einhver kemur auga á hann ráfandi um eða jafnvel finnur hann bara heima hjá sér þá má hann vinsamlegast láta mig vita sem fyrst, hans er sárt saknað hérna heima.. Ég læt vita hér ef hann finnst svona fyrir þá sem eru miklir dýravinir eins og ég.