Þannig er í mál með vexti að það er köttur sem er hálfpartinn fluttur fyrir utann húsið hjá okkur.

hann er búinn að vera stanslaust við húsið í cirka 1 ár núna, það er búið að reyna fara með hann til sinna réttu eigenda og hann kemur alltaf aftur trítlandi innann nokkra daga. ég prufaði að keyra hann lengst í burtu frá bænum og hann kemur alltaf aftur.

Kattholt vill hann ekki, dýraspítalar vilja hann ekki. ég vill hann ekki.

við eigum annann kött og þessi er alltaf að “brjótast” inn til okkar og fara í rusl og skemma drasl. ég er orðinn marg þreyttur á honum.
ég er búinn að prufa margar aðferðari sumar grimmari enn aðrar. ekkert virkar.

einu 2 hlutirnir sem mér dettur í hug eru að.

æfa skotfimi mína með haglabyssu eða fá einhverskonar “shock collar” sem getur greint köttinn þegar hann kemur inn um gluggann og bzzzz….. vægt stuð.

er nokk sama hvar hann er úti fyrir utann eða hvar sem er bara EKKI inni hjá okkur. og við viljum ekki loka glugganum útaf okkar ketti.

til að hafa hlutina a hreinu. ég vil ekki drepa köttinn!!, þess vegna er ég til í að eyða smá pening til að leysa þetta vandamál hjá okkur ef það virkar ekki þá verður lífið að taka aðra leið hjá honum blessaða ræflinum.

kveðja ráðalaus