…ég var að rúnta í gær með kærastanum mínum, og það var ógeðslegt veður, og við ætluðum að stoppa til að fara út að reykja (jájá ógeðslegt,,) svo við fórum inn í svona lítið skot í iðnaðarhverfi. í einu horni sá ég pínkulítinn kettling sem skalf úr kulda og hungri og hræðslu, einhver hefur líklegast bara borið hann út eins og fólk gerir við kettlinga í dag. ég ætlaði að taka hann í öruggt skjól og gefonum vatn og mat, en hann var náttúrulega hræddur og hljóp í burtu… ég leitaði af honum en ég fann hann ekki aftur :(
svo lá ég lengi í gærkvöldi uppí rúmi og hugsaði um greyið litla aleinan úti í þessu veðri :( og hugsaði með mér… hvað fær fólk til að gera svona ógeðslega hluti?! afhverju ekki að borga frekar pening til að svæfa þá? það er allavega þægilegri dauðadagi en að deyja úr hungri/kulda úti… æjj ég veit ekki :(
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C