Ég er að spá í með Kattholt, taka þau að sér ketti ef maður getur ekki haft þá eða taka þau bara við týndum köttum?

Ég þyrfti nefnilega að lostna við 4 mánaða kettling, tókum hann að okkur en við getum ekki haft hann. Við erum of lítið heima og það er enginn sem getur passað hann fyrir okkur.

Það hefur enginn haft áhuga á að fá hann, en ef einhver vill þá hafa samband. Reyndar höldum við að hann sé geðveikur því eina stundina lætur hann öllum illum látum (kvæsir, mjálmar og klórar) en aðra stundina er hann ljúfur sem lamb :/

Við þyrftum að lostna við hann sem fyrst en eins og ég segi, Það sýnir enginn áhuga (skil það svosem) og ég hélt að maður gæti farið með kött sem maður getur ekki haft í kattholt en þær taka víst bara að sér týnda ketti (ef ég skil síðuna þeirra rétt) eða passa þá meðan fólk er í fríi eða eitthvað slíkt.

Það væri mjög gott að geta fengið upplýsingar um kattholt. Mér finnst það mjög leiðinlegt en ég sé ekki annann kost að völ en að láta hann frá mér.