Ég er með tvo kettlinga, eina læðu og einn högna sem fædd eru 21 nóvember 2006. Læðan er svört og hvít, rosalega yndislegur persónuleiki og er svona ágætlega vön börnum, maður getur þó ekki sagt að hún elski börn. Henni finnst gott að kúra hjá manni í tölvunni og er forvitin og spræk.
Högninn er hvítur og með bröndótta depla og skott. Hann er stór og mikill og rosalega skemmtilegur. Hann er svolítið félagslyndari en læðan í kringum marga en er ekki jafnvanur börnum.
Ég vill allra helst gefa þau saman þar sem þau eru voðalega góð saman og vilja varla líta af hvort öðru. Þau hugsa vel um hvort annað og eru algjörir kúrukettlingar….
Þau hafa bæði farið í tvær sprautur og einnig örmerkingu. Það þarf því ekki að bólusetja þau aftur fyrr en eftir eitt ár.
Þetta eru alveg hreint yndislegir kettlingar og vill ég alls ekki láta þá frá mér, en vegna óvæntra aðstæðna þarf ég þess…..=/

2 matardallar, lokaður kattarkassi, búr, 2 kattarklórur og jafnvel afgangurinn af matnum og sandnum gæt farið með þeim á lítinn pening….

Þau eru búin að fá að skreppa út svona stundum og finnst gaman úti í góðu veðri svo helst vill ég að eitthver taki þau að sér sem getur leyft þeim að vera úti… Þetta er félagslyndir kettlingar og láta oft vita af sér með tilheyrandi mjálmi og atlotum.
Ef eitthver áhugi er fyrir hendi endilega hafið samband í habbah@simnet.is og ég get sent ykkur myndir og meiri upplýsingar ;)
Einungis góð heimili með dýravinum koma til greina ;)