Ég var að hugsa hvort það væri eðlilegt að kettir kúgast stundum og æla…(ekki oft en bara svona einu sinni og einu sinni)
Því kisustrákurinn minn er búinn að vera kúgast óvenju mikið undanfarið og í morgun ældi hann bara…..:/
Er þetta alveg eðlilegt?…Hann og systir hans eru á þurrmat og fá aldrei neina mjólk né neitt annann mannamat…. Þau komust reyndar einu sinni í harðfisk en það er langt síðan….

Svo þess vegna spyr ég…er ég að gera eitthvað vitlaust með matarræðið hjá honum eða er þetta bara eins og hann sé að losa sig við eitthvað sem hann hefur náð í að éta eða eitthvað svoleiðis? Semsagt…er þetta eðlilegt….?

P.S. ég hef aldrei séð læðuna kúgast né kasta upp…..