Kisan mín nagar á sér klærnar. það sem er skrýtnast við það er að hann nagar bara klærnar á afturfótumum. Er þetta eðlilegt?? á einhver annar kisu sem nagar á sér klærnar?? Hvað getur maður gert til að láta hann hætta þessu, ég meina hann nagar alveg niur í kviku!!
ég klippi klærnar á honum reglulega og passa mig mjög vel á því að klippa ekki of langt, klippi frekar minna af þeim og klippi oftar heldur en að klippa eins langt og ég þori, vil ekki meiða kisa. svo ástæðan getur ekki verið að ég hafi klippt of langt einhverntímann. ég hef allavegana aldrei þurft að klippa klærnar á afturfótunum á honum vegna þess að þær eru alltaf nagaðar niður í kviku. ég hugsa að hann meiði sig á öllu þessu nagi.
er einhver með ráð fyrir mig???