Mig langaði að spyrja ykkur hugara að einu. Nú á ég 3 ára Border Collie tík, eða við eigum hana, semsagt fjölskyldan mín. Mig sjálfa langar rosalega í kött. Hundurinn minn er mjög hyper og mamma er hrædd um að húsið yrði bara í rúst þegar hún kæmi heim á daginn. Hafið þið einhverja reynslu af þessu, eigið þið hund og kött og hvernig gengur það?