blóðug beinin stóðu út úr Hæ hæ. Ég á kisu sem eignaðist óvart kettlinga og ein af vinkonum mínum fékk einn þeirra. Núna er hann eins árs.

Einu sinni þegar hún var að koma heim úr skólanum hringdi hún í mig og það heyriðst grátur í símanum. Auðvitað kom ég til hennar skelfingulostin. hún sagði mér þegar ég kom að Snúður, kisan hennar hefði misst part af skottinu! hún vildi ekki fara inn í sama herbergi og hann var í. ég fór og kíkti og þá stóðu beinin út úr skottinu, eða sko það vantaði skinnið sem var á endanum. Hún átti eftir að hringja í mömmu sína og pabba og gerði það svo. Pabbi hennar kom og það var farið með hann beina leið upp á dýraspítalann í Garðabæ.

Þegar við komum þangað horfðu allir með skelfingar augum á greyið köttinn. Svo loksins fékk hann tíma og fékk að fara inn. Þá kom í ljós að þurfti að taka 2/3 af skottinu. Hann var þar í nokkra daga og svo fékk hann að koma heim.

Núna líður honum mjög vel og skottið er aleg búið að jafna sig, bara mikið stittra ;)