Ég var hér inni í tölvunni þegar ég heyrði í bjöllu, ég leit við og sá ósköp fallegann lítinn kisa :)
Ég hélt fyrst að þetta væri Simbi minn en sá strax að þetta var allt annar köttur, ég stóð upp en þá hljóp kötturinn út (hann hafði komist inn um svaladyrnar sem ég hafði skilið eftir hálfopnar).
Ég fer á eftir honum og sá að Simbi var að leika við hann (ég hef séð þennan kött hér áður, þeir Simbi leika sér stundum saman).
Ég reyndi að klappa honum en hann var alveg svakalega hræddur, líka við Simba…ég náði þó að lokum að ávinna mér traust hans eftir u.þ.b. hálftíma…
Litla krílið var afskalplega hræddur við mig en leyfði mér þó að klappa sér að lokum, og þá leit ég á ólina hans. Hann heitir Keli og á heima í Hamraborg (sá ekki nr.). En ég bý í Seláshverfi, Árbæ :S
Þessvegna var ég að hugsa hvort að einhver væri að leita að honum? Endilega látið mig vita ef þið vitið um einhvern sem er að leita =/
Hann er svart/grár, afskaplega fallegur með rauða ól…
Hann virtist svangur af því að ég gaf honum smá kattamat sem hann reif í sig :S

Kv. Demona

Bætt við 12. nóvember 2006 - 15:48
Hann líkist þessum á litinn :)