Ég fékk kisustrák fyrir viku síðan og hann er núna orðinn 10 vikna gamall.
Hann er rosalega duglegur að kúka í sandkassann en hann vill als ekki pissa í hann. Hann pissar allsstaðar annarsstaðar eins og í rúmið mitt, á teppið eða bara á gólfið.
Hvernig get ég vanið hann á að pissa í kassann og hver gæti verið ástæðan fyrir því að hann gerir þetta?
Hann er mjög ánægður hjá mér og kelinn svo ég held hann sé ekki að þessu vegna þess að hann sé óánægður eða eitthvað, hann bara veit ekki að hann á að pissa í kassann!

með von um svör.
Enginn er verri, þó hann sé smá perri