Korkur er lítill svartur og hvítur köttur. Hann er mjög góður, vendar fjölskylduna og reynir að veiða fugla.

Þegar Korkur var lítill var maður sem átti hann( gamall maður). Korkur var ekkert svo ánægður en hann þekkti mig þá ekkert þá. Gamli maðurinn fór til Kanareyja í einn mánuð og hann hélt að hann hefði sett Kork inni með opinn glugga. Maðurinn gleymdi því og þar var Korkur læstur úti. Nokkrum dögum seinna klomu stelpur að húsi mínu og spurðu hvort ég ætti þennan kött ég svaraði: Nei, því miður. Næsta dag eftir skóla kom ég heim og Korkur reyndi að komast inn til mín, ég tók hann inn og gaf honum mjólk. Mamma var ekkert hrifin af Korki og vildi ekki hafa hann. Ég setti hann svo aftur út. Og um nóttina klóraði hann í rúðu mömmu og pabba. Mamma leyfði honum að vera í nokkra daga. Þegar gamli maðurinn, þá ræddi systir mín við hann og talaði við hann, hann spurði hvort við myndum vilja eiga köttinn. Við spurðum mömmu og hún var ekkert ánægð. Svo á endanum leyfði hún okkur það. Kallinn flutti út á land. Korkur hefur verið ánægður með okkur.

Rósi: Rósi var köttur sem ég var stundum með þegar það var að byggja húsið okkar. Hann var gamall og bröndóttur. Fallegur köttur og ég gaf honum stundum eitthvað. Hann átti reyndar eigendur. Það var stigllas í kringum húsið okkar og hann klifraði alltaf upp til mín um gluggann.Síðast þegar ég sá hann var hann með lampaskermi:(

Jasmín: Jasmín var lítill kettlingur. Hún var tíndur kettlingur frá Kjalarnesi. Hún var tínd og var bara nokkra mánaða. Eftir nokkra daga sögðum við kattholti. Svo hringdi eigandinn í kattholt og fékk heimilisfangið, kom svo til okkar og fékk kettlinginn.

Svo var einhver kisa en ég man bara ekkert….það var svo langt síðan.
Plempen!