Kisan mín er búin að haga sér mjög undarlega í dag. Hún er 4 ára læða og hefur alltaf verið á pillunni. Samt höfum við stundum gleymt henni og um daginn breimaði hún af því við gleymdum pillunni. Hún er útikisa svo það er ekki útilokað að hún sé kettlingafull.

Allavega, í dag hefur hún verið mjög skrítin. Hún eltir mig hvert skref sem ég fer og vælir á mig. Hún biður um allt sem henni dettur í hug að biðja um; mat, vatn (úr krana), fara út og fara inn til skiptis og svo stundum er eins og hún sé að reyna að sýna mér eitthvað, fer inn í herbergið mitt og sest svo bara og þvær sér. Já, hún þvær sér þannig að henni líður ekkert illa. Svo rétt áðan heyrði ég klór og þá var hún úti í horni bakvið spýtu í skrifborðinu (hornskrifborð) og tróð sér alltaf útí horn.

Við fjölskyldan fórum reyndar að heiman í nokkra daga og lánuðum öðru fólki húsið á meðan svo kannski saknaði hún okkar eða eitthvað. En þótt við höfum farið í burtu í lengri tíma hefur hún aldrei verið svona nema fyrsta daginn eftir að við komum heim …

Dettur ykkur í hug hvað gæti verið að? :S