Ég verð að segja að þessi könnun er frekar ómarkviss þar flokkurinn “annað” inniheldur stóran hluta katta þeirra sem er hér í þessu áhugamáli þ.e.a.s. húskettir, einnig vantar vinsælar tegundir t.d. persa, abessiníu ketti, Maine coon, Oriental o.fl.
Ragdoll er því miður ekki til á Íslandi svo ég viti til og á því eiginlega ekki heima í þessari könnun.

Þetta er bara ábending, engin leiðindi :)

Svo er það hvernig er mælikvarðinn á hvaða tegund er best? Tegundirnar hafa flestar sinn persónuleika en er ein eitthvað betri en önnur, um það er erfitt að dæma. T.d. er lítill munur á Maine coon og norska skógarkettinum nema þá útlitslegur og það eru ekki allir sem sjá þann mun .
Annað dæmi, Abissiníu kettir og Sómalar eru í grunnin sama tegund, það er bara feldlengdin sem aðgreinir þá.