Kisan mín er búin að vera mjálmandi og mjálmandi undanfarna daga, við héldum að hún væri bara að breyma. En svo í morgun sáum við að hún var komin með niðurgang og hún var búin að æla á gólfið við hliðina á kattarsandskassanum (þar sem “úrgangurinn fer” :P). Svo þegar ég kom heim fyrir stuttu þá lá hún bara á sænginni inni í herberginu hjá mér og það var eins og hún væri einhvað slöpp. Svo ætlaði ég að búa um og hristi sængina einhvað aðeins, og hún labbaði inn í herbergi sem talvan er. Og síðan þá ætlaði hún að fara upp í gluggakistu (stekkur vanalega bara upp á skrifborðið og þaðan upp í gluggakistuna) og þá dreif hún bara hálfa leið, þannig hún þurfti að fara upp í rúm og þaðan upp í gluggakistuna. Veit einhver hvað gæti mögulega verðið að henni? :*