halló:) Ég var að kaupa mér íbúð með kærastanum mínum og okkur langar rosalega að fá okkur kött:) þannig er mál með vexti að við eigum heima í blokk, þannig að þetta yrði að vera inniköttur.. Okkur langar alls ekki að kvelja greyið dýrið þannig að við vildum fá að vita hvort að það væri einhver tegund sem að myndi þola þessa inniveru betur en aðrar, ég veit að persneskir eiga að þola það vel, en við viljum helst ekki borga eikkvað brjálað mikið fyrir, en öll ráð eru vel þegin:)
Svo er líka annað.. eru til tegundir eða einhver ráð til að ala kettlinga upp við að skemma ekki húsgögn? við voru að kaupa íbúðina og viljum ekki skemma hana:) höfum heyrt hryllingssögur af hlandi og klórförum;)