Ég á litla silfurgráa (einlit) sjö og hálfsmánaða gamla kisu sem heitir Sara. Hún er með bogið skott (brjósk sem færðist til í fæðingu) og hún er týnd. Ég bý í Þingholtunum, á Laufásvegi, og hennar er mjög sárt saknað. Ég er búin að auglýsa eftir henni á heimasíðu Kattholts og labba um hverfið og kalla á hana, athuga í geymslu nágranna en ekkert bólar á henni. Hún er vel merkt, með svarta ól með bláu nafnspjaldi, einnig er hún eyrnamerkt nr. 1906 og örmerkt. Ég ákvað að reyna að auglýsa eftir henni hérna líka ;) Ég veit ekki hvernig ég get sett mynd af henni hérna inn….hmm en allavegana ef einhver sér hana þá endilega látið mig vita. Freyja s.6982712