Kisan mín lenti í slag í dag og svo er núna eitthvað að auganu á henni. Hún getur alveg opnað það en hún lokar því meira en hinu og svo hefur lekið úr því … Fyrst held ég að það hafi bara verið tár en núna er smá gröftur að leka úr því. Haldið þið að þetta geti lagast sjálft eða þarf hún að fá einhver lyf eða eitthvað þannig? Getur ekki verið að þetta sé bara eitthvað rusl í auganu? Ég er ekkert alveg viss hvort þetta hafi gerst þegar hún var að slást því þær hafa aldrei meitt hvora aðra … (Hún slæst stundum við kisuna í næsta húsi)

Við erum reyndar búin að ákveða að fara með hana til dýralæknis á morgun ef þetta er ennþá svona en ég vildi bara heyra hvort þið vitið eitthvað um þetta.