Kæru dýravinir!

Kisan okkar hún Jazz hefur ekki skilað sér heim. Það sást síðast til hennar í hádeginu 16. ágúst við heimili sitt í Vesturbænum í Reykjavík.

Jazz er 15. ára grábröndótt (frekar dökk í strípunum) og er með skærbláa glimmer hálsól með bláu nafnspjaldi, er eyrnarmerkt

Hún er mjög blíð og gefur sig auðveldlega að fólki. Er með afar skerta heyrn og heyrir ekki sé kallað á hana en gefur frá sér hávært mjálm. Einnig hefur hún brúnan blett í hægra auga.

Allar upplýsingar um hana, lífs eða liðna, eru vel þegnar.

Krima