Ég veit ekki hvað ég á að gera. Kötturinn minn er strjónlaus. Þetta er tveggja ára geld læða sem hefur alltaf verið kassavön. Nýverið hefur hún hins vegar tekið upp á því að kúka fyrir framan kassann í tíma og ótíma. Fyrst hélt ég að það gerðist bara þegar þurfti að hreinsa sandinn en nú er hún farin að gera þetta þegar sandurinn er hreinn. Ég reyni að skamma hana en oftar en ekki gerist þetta á nóttunni eða þegar ég er ekki heima þannig að talsverður tími er liðinn þegar ég uppgötva ósköpin.

Hún er óttalega lítil í sér og sérlega taugaveikluð. Þorir ekki út, vill ekki láta halda á sér, hrekkur í kút við minnsta tækifæri, vælir mikið. Fyrst þegar ég fékk hana fyrir tveimur árum hélt ég að hún væri bara hræddur kettlingur í nýju umhverfi en hún hefur ekkert breyst. Henni getur varla liðið vel svona.

Kannast einhver við svona hegðun - og lumar kannski á ráðum til að breyta henni? Ég er að verða vitlaust.
——————